Vitnisburðardagur - Kökusala

0000362 chocolate layer cakeFastir liðir eins og venjulega. Á morgun eru vitnisburðardagar þar sem foreldar koma með nemendum Klébergsskóla í viðtal til umsjónarkennara.

10. bekkurinn notar tækifærið og blæs til kökusölu. Það verður ýmislegt á boðstólum og eru foreldrar og starfsfólk hvött til að leggja þeim lið með því að kaupa af þeim bakkelsi til söfnunar útskriftarferðar sem þau fara í í vor. Enginn posi verður á staðnum og því er lag að vera með haldbært fé sem ætlað er í kökukaupin.

Hátíð í bæ

Hirðarnir úti í haga2016IMG 4050 MediumIMG 4050 Medium

Það hefur verið glatt á hjalla í Klébergsskóla síðustu daga, eins og vant er í desember. Hver morgunn hafinn með söng á sal og allt skreytt hátt og lágt, jólamaturinn nýyfirstaðinn með tilheyrandi leikriti frá 5. bekk um 10. bekkinn og kortin flæða um allan skólann til og frá samnemendum og samstarfsfólki, jólaballið á sínum stað, með sínum fastagestum og svo mætti lengi telja.

Í dag er síðasti skóladagurinn fyrir jólafrí og allir nemendur fara svo heim á hádegi eftir hádegismat.

Skólahald hefst aftur þriðjudaginn 3. janúar kl. 8:15 samkvæmt stundatöflu. Við vonum að hátirnar verði öllum gleðilegar og kærkomið frí með fjölskyldu og vinum.

Sjáumst hress á nýju ári.