,,Ég skal gefa þér gull í tá"

Það var ekki fyrir að 10. bekkurinn hafi misst einhverja tá, sem þau fengu gullskóinn í ár, líkt og í þjóðvísunni um ,,Hringaná" þegar hún fékk gull í stað táar sem ,,Grímur" hafði tekið af, heldur fyrir það að þau fengu flest stig í átakinu ,,Göngum í skólann".

Þau brugðust við með fagnaðarlátum þegar úrslitin voru kynnt, en átakið í ár stóð yfir frá 7. september 21. september.

Við óskum 10. bekk til hamingju með árangurinn.

gongumiskolann gullskor 2gongumiskolann gullskor 9

Hækkun fæðisgjalda og aukin gæði

In English   Polski

Borgarráð samþykkti á fundi 15. september sl. að frá og með 1. október 2016 hækki fæðisgjald í leik- og grunnskólum borgarinnar um 100 krónur á dag.

Hækkuninni mun alfarið renna til skólamötuneyta í kaup á hráefni. Þá verður 45 milljónum sem var hluti af hagræðingu vegna matarinnkaupa skilað til baka. Með þessu ætti að skapast svigrúm til að auka gæði matarins verulega.

Breytingin hefur það í för með sér að fæðisgjald vegna barna í leikskóla sem eru skráð í sjö til níu klukkustundir á dag hækkar úr 8.320 krónum á mánuði í 10.480 krónur á mánuði.

Verð fyrir máltíðir nemenda í grunnskólum borgarinnar hækkar úr 7.100 krónum í 9.270 á mánuði.

Framlag Reykjavíkur verður með þessu sambærilegt framlögum sveitarfélaga sem leggja mest í hráefnisframlög til skólamötuneyta. Leikskólagjöld og önnur gjöld vegna skólagöngu barna verða áfram með þeim lægstu á landinu.

Viðbót varðandi mötuneyti Klébergsskóla

Sérstaða Klébergsskóla er að bjóða upp á áskrift fjóra daga vikunnar og svo sér skráningu fyrir þá sem kjósa hádegismat á föstudögum.
Verð fyrir 4 daga var 5680 og verður því 7416 eftir hækkun. Föstudagsmaturinn var 1420 og verður 1854 kr. eftir hækkun.
Verð fyrir morgunhressinguna verður óbreytt sem og síðdegishressing í Kátakoti.

Sjá tilkynningu

Sjá einnig: http://reykjavik.is/frettir/haekkun-faedisgjalda-og-aukin-gaedi