Þjóðlegur klæðnaður og fánalitirnir í tilefni dagsins

IMG 3886 Medium   IMG 3886 Medium

Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að klæðast þjóðlegum klæðnaði eða í fánalitunum í dag til að minnast fullveldis þjóðarinnar  sem í ár hefur haft fullveldi í 98 á. Litasamsetningarnar voru ýmist allir litir fánans eða hluti af þeim.

Starfshópur um sameiningarferli Klébergsskóla og Leikskólans Berg

Starfshópur um framtíðarsýn og skipulag samrekins leikskóla og grunnskóla með samþættu frístundastarfi og tónlistarnámi ásamt íþróttamiðstöð.

Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar þann 8. júní sl. var samþykkt að sameina Klébergsskóla og starfsstöð leikskólans Bakkabergs á Bergi. Stofnaður verði samrekinn leikskóli og grunnskóli með samþættu frístundastarfi og tónlistarnámi. Skólinn verði fyrir börn á Kjalarnesi frá eins árs til 16 ára.

Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs var falið að skipa starfshóp sem vinnur með skólastjóra og hefur það hlutverk að móta framtíðarsýn hinnar nýju stofnunar, gera tillögu að skipuriti sem tekur mið af sérstöðu stofnunarinnar, gera áætlun um ferli sameiningar og leiða upphaf sameiningar. Starfshópurinn verði skipaður skólastjóra, fulltrúum starfsmanna og foreldra á leikskólanum á Bergi og Klébergsskóla, fulltrúum starfsfólks frístundar og tónlistarkennara og fulltrúum skrifstofu skóla- og frístundasviðs.

Nú hefur starfshópurinn hafið störf

Lesa >>