mentor  vidbrogd vid ovedri  outlook mail logo info.gif

Úrslit - Göngum í skólann!

Gullskórinn 2017 006

Frá því 6. september til 20. september hefur verið átak í því að ganga í skólann í a.m.k. 70 skólum á landinu. Í Klébergsskóla hefur þátttakan verið góð og hver bekkur skráð sína þátttöku. Í dag voru úrslitin kynnt um hverjir tóku oftast þátt og hefur Klébergsskóli haft þann háttinn á að afhenda þeim bekk sem gekk oftast í skólann á tímabilinu svo kallaðan "Gullskó". Margir bekkir voru með nánast fullt hús. Þrír yngstu bekkirnir voru hnífjafnir með mesta þátttöku og kom það í hlut Þórkötlu í 3. bekk að veita Gullskónum viðtöku fyrir hönd 1., 2. og 3. bekkjar.

Við vonum að þetta verði áframhaldandi lífsstíll hjá nemendum og starfsfólki að hreyfa sig og ýmist að ganga eða hjóla til vinnu og/eða skóla eins og aðstæður leyfa.

Til hamingju 1., 2. og 3. bekkur!

Blásið til aðalfundar foreldrafélagsins

Horn Blowing

Aðalfundur Foreldrafélags Klébergsskóla verður haldinn miðvikudaginn 13. sept. kl. 19:30 -21:00

Foreldrafélagið er fyrst og fremst fyrir okkur og börnin okkar. Foreldrafélög hafa það m.a. að markmiði að stuðla að samvinnu foreldra og skóla, skapa aðstæður fyrir foreldra til að kynnast og styðja við starfsemi skólans og verkefni barnanna.

Dagskrá fundar:
 Skýrsla stjórnar
 Reikningar
 Breytingar á lögum félagsins
 Ákvörðun félagsgjalda
 Kosning formanns og stjórnarmanna foreldrafélagsins
 Kosning skoðunarmanna reikninga
 Kosning fulltrúa í skólaráð
 Önnur mál
Mikil endurnýun þarf að eiga sér stað í stjórninni núna þar sem núverandi stjórnarmenn voru allir kosnir til stjórnar á sama tíma fyrir tvemur árum síðan og vonumst við til að fólk mæti og taki virkan þátt í aðalfundastörfum auk þess sem við vonumst til að fá ferskt og hresst fólk í stjórn.
Verkefni sem foreldrafélagið hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár:
 Halda Halloween-böll ásamt 10. b.
 Fá til okkar fyrirlesara
 Vera með jólaföndur
 Auglýsa fyrirkomulag í hverfinu á öskudaginn
 Láta taka upp og fjölfalda DVD upptöku af árshátíð
 Gjöf til skólans (fyrir nemendur/kennara) á skólaslitum
Hlökkum til að sjá ykkur
Kær kveðja Stjórnin